SUMAR HUGLEIÐING JÚNÍ 2019

21. júní 2019

Sælir félagar.

Hér kemur það helsta sem er að frétta. Eins og áður hefur verið greint frá kom fram olíuleki á hægri mótor í vor og fóru tveir menn norður og tók það tvo til þrjá daga að finna lekann og gera við. Vélinni var svo flogið til Reykjavíkur og var þar í góðum félagsskap erlendra þrista. Vélinni var flogið á flugdaginn í Reykjavík við mikinn fögnuð allra. Síðan þurfti að skipta út öðrum proppnum og gékk það vel. Í dag var svo vélinni flogið norður til Akureyrar þar sem fram fer flugdagur Flugsafns Íslands um helgina. Gunnar Artúrs og Eyþór Baldurs flugu vélinni norður og gékk vel. Fleira er ekki að frétta að sinni.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.