21. maí 2020
Aðalfundur DC-3 Þristavina.
Aðalfundur DC-3 Þristavinafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 17:30 í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22 í Reykjavík.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf skv. samþykktum félagsins, m.a. lögð fram skýrsla formanns, endurskoðaðir reikningar, stjórnarkjör og fleira.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu tókst ekki að halda fundinn í apríl eins og samþykktir félagsins kveða á um og verður leitað samþykkis fundarmanna fyrir frávikinu.
Stjórnin