7. júní 2015
Sælir félagar.
Vélin okkar kom til Reykjavíkur nú rétt eftir hádegi í dag, sunnudag. Erling flugvirki ásmt fleirum fór norður og gékk frá vélinni til flugs og síðan var hún gangsett. Farið var æfingarflug á Akureyri í morgun og síðan flogið til Reykjavíkur. Flugmenn voru Sverrir Þórólfsson og Eyþór Baldursson. Að þeirra sögn er vélin í frábæru standi. Áætlað er stutt flug nk fimmtudag vegna golfmóts Icelandair í Grafarholti. Vélin stendur á flughlaðinu bak við Hótel Loftleiði (Natura).
Kveðja, Karl Hjartarson