26. maí 2013
Sælir félagar.
Það fór vaskur hópur norður á Akureyri sl föstudag og gerði vélina klára, síðan var hún dregin út og gangsett. Þvílik ókjör af olíu sem mótorarnir dældu frá sér í startinu. En eftir það gékk vélin eins og klukka og ekkert feilpúst. Það var síðan farið í lendingaræfingar sem Moni og Björn Thor önnuðust. Að því loknu var vélinni lagt sunnan við Flugsafnið. Ýmisslegt smálegt þarf að lagfæra fyrir sumarflugin en ekkert stórvægilegt.
Muna svo eftir aðalfundinum á Hótel Natura á þriðjudaginn kl. 17:30.
Félagskveðja, Karl Hjartarson