PÁLI SVEINSSYNI BREYTT ÚR LANDGRÆÐSLUFLUGVÉL Í FARÞEGARFLUGVÉL

26. júní 2014

Unnið er um þessar mundir að því að breyta DC-3 vélinni Páli Sveinssyni sem Þristavinafélagið sér um rekstur á úr landgræðsluflugvél í farþegavél. Fyrsta skrefið í því verki er að taka áburðartankinn úr vélinni og sinna því verki starfsmenn Tækniþjónustu Icelandair ITS en Icelandair styrkir Þristavinafélagið til verksins.

Kristján Tryggvason, tæknistjóri Þristavinafélagsins, og Erling Andreassen, flugvirki og fyrrverandi flugvélstjóri, stýra verkefninu fyrir hönd Þristavina í samvinnu við tæknimenn ITS en Þristavinafélagið hefur um nokkurt skeið undirbúið að breyta vélinni aftur til farþegaflugs eins og Flugfélag Íslands rak hana á sínum tíma um og uppúr miðri síðustu öld. Áburðartankurinn var tekinn úr vélinni svo og tilheyrandi dreifingarbúnaður og gólfið í tilvonandi farþegarými lagfært til að hægt verði að koma fyrir sætisfestingum og skipt verður um rúður.

Erling segir verkið hafa gengið mjög vel og þakkar tæknimönnum ITS góða samvinnu en fyrirtækið leggur til mannskap og aðstöðu. Verkfræðideild Icelandair sá um að hanna verkið en Icelandair er  aðal styrktaraðili Þristavina við rekstur vélarinnar. 

Ætlun Þristavinafélagsins er að gera vélina þannig úr garði að hún verði samþykkt sem farþegaflugvél á ný. Með því móti gæti félagið gefið félagsmönnum kost á flugferð í þessari rúmlega 70 gömlu vél.

 

Fleiri myndir eru á tenglaskránni í Myndir

Kveðja, Jóhannes og Karl

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.