17. mars 2012
Sælir félagar.
Það er helst í fréttum á þessum vetrardögum að framundan er fundur norænna Þristavinafélaga. Hann verður haldinn í kaupmannahöfn 24. mars. Þar koma saman stjórnendur norrænu Þristavinafélagana til skrafs og ráðagerða.
Að öðru leiti er rólegt yfir starfseminni nú. Ég og Erling flugvirki höfum verið að því að koma varahlutunum okkar í geymsluna á Gelgjutanga. Búið er að fara eina ferð í Gunnarsholt. Eins höfum við flutt varahluti úr geymslunni á Ólafsvöllum út á Tanga. Okkur áskotnuðust járnhillur sem koma að góðum notum þegar farið verður að skrá og raða upp varahlutum.
Kveðja, Karl Hjartarson