17. febrúar 2009
Góðan dag félagar.
Nú stendur fyrir dyrum norrænn fundur Þristavina. Hann verður haldinn í Helsingi í Finnlandi nú um helgina (20.-22. feb.) Á fundinn fara frá okkur Tómas Dagur Helgason, Hallgrímur Jónsson, Kristinn Halldórsson, Arngrímur Jóhannsson og Karl Hjartarson. Ekki er spurning um að norrænt starf þristavina gefur góða raun og eflir starfsemi allra Þristavinafélaga. Ég mun svo skýra frá efni fundarins eins fljótt og auðið er.
Með félagskveðju, Karl Hjartarson