NORRÆNN FUNDUR Í FINNLANDI

26. febrúar 2009

Sælir félagar.

Fundur norrænna Þristavinafélaga var haldinn í Finnlandi um síðustu helgi 20. – 22. feb. Finnar tóku mjög vel á móti okkur og stóðu að öllu með miklum sóma. Við flugum frá Keflavík til Stokkhólms með Flugleiðum á föstudagsmorgun og svo áfram þaðan til Helsingi. Finnar voru síðan með móttöku fyrir gestina í flugsafninu í Helsingi um kvöldið og við fengum að skoða safnið sem er frábært. Á laugardagsmorgun var síðan fundurinn og var hann haldinn í þjálfunarmiðstöð Finnair. Fengum við einnig að skoða allt þar, simmana og allt sem þeim tilheyrir. Um kvöldið var síðan hátíðarkvöldverður og um hádegi á sunnudag flugum við frá Helsingi til Osló og þaðan með Flugleiðum til Keflavíkur og vorum komin heim fyrir kvöldmat.

Ferðin var í alla staði mjög vel heppnuð og gerir mikið gagn fyrir alla klúbbana. Tengslin eru ómetanleg og skapa ýmiss tækifæri svo sem varahluta útvegun og margt fleira.

En nú förum við hér heima á Fróni að ókyrrast með hækkandi sól og er þegar farið að huga að sumrinu. Nýju radíótækin verða sett í vélina, væntanlega vikuna 23. – 27. mars. og svo verður ársskoðunin í vor.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.