NORRÆNI FUNDURINN

26. febrúar 2008

Góðan dag félagar.

Norræni fundur þristavina tókst mjög vel að við teljum. Hann hófst með því að tekið var á móti hinum norrænu gestum í flugskýli Þyts í Fluggörðum á föstudagskvöld. Tómas formaður hélt stutta tölu og síðan var boðið upp á veitingar. Á laugardagsmorgun var gengið til dagsskrár kl. 09:00 um morguninn og hófst það með ræðu forsætisráðherra, Geirs H Haarde. Stóð fundurinn fram eftir degi og endaði dagurinn með því að farið var í Hellisheiðarvirkjun í boði Orkuveitu Reykjavíkur þar sem farið var í skoðunarferð og síðan bornar fram veitingar. Á sunnudag fóru síðan hinir erlendu gestir og var farið með þá áður í skoðunarferð um borgina og í Bláa lónið. Gestirnir rómuðu allir frábærar móttökur og skipulagningu. Mun ég gera frekari grein fyrir fundinum í smáatriðum seinna, en vil sérstaklega þakka öllum styrktaraðilum fyrir aðoðina.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.