LANGRÆSLUFLUGIÐ MEÐ ÞRISTINUM 2006

9. september 2006

Eins og kunnugt er tók Þristavinafélagið við rekstri landgræðslu-flugvélarinnar Páls Sveinssonar í júní 2005. Fyrsta landgræðsluflugið með þristinum á vegum félagsins hófst föstudaginn 26. maí og lauk föstudaginn 2. júní, en ekki var hægt að fljúga alla dagana vegna veðurs. Framkvæmd flugsins fór fram í samstarfi við Landgræðsluna sem lagði til hleðslubíl, hleðslumenn og aðstöðu við skýli 3.

 Áhersla var lögð á að dreifa áburði á svæðið við fyrirhugaðan Suðurstrandarveg, vestan Þorlákshafnar. Einnig var flogið á uppgræðslusvæði í Hvammi í Landsveit, Grafningnum og við Sandskeið.

Leitað var til 36 fyrirtækja og sveitarfélaga um að “leggja landinu lið” með því að leggja fram fjármagn til landgræðsluferða með þristinum. XX fyrirtæki og sveitarstjórnir lögðu fram fjármuni, sjá meðfylgjandi skrá yfir þátttakendur.

Verkefnið um landgræðslu og heftingu sandfoks við suðurstrandarveg er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar og hefur þristurinn borið á gríðarstórt svæði síðan árið 2000. Markmið er að koma í veg fyrir sandfok á nýja veginn þegar hann verður tekinn í notkun.

Alls var dreift 75 tonnum af áburði og 3 tonnum af fræi. Það voru 6 flugmenn sem flugu vélinni í sjálfboðaliðavinnu við landgræðsluflugið eins og atvinnuflugmenn hafa gert síðan 1973.  Flugrekstrarstjóri er Tómas Dagur Helgason, flugstjóri og formaður þristavinafélagsins. Tveir þjálfunarflugstjórar önnuðust þjálfun flugmanna, þeir Hallgrímur Jónsson og Tómas Dagur Helgason. Hannes Thorarensen er flugvirki þristavinafélagsins, en Benedikt Sigurðsson og Sigurður P. Sigurjónsson aðstoðuðu einnig. við ársskoðun þristsins. Björn Bjarnarson Landgræðslunni stjórnaði aðgerðum við hleðslu og skipulagningu landgræðsluflugsins.

Þeir sem lögðu landinu lið að þessu sinni voru:

Pokasjóður, Lionsklúbburinn Freyr, Sjóvá, Flugfélag Íslands, Sveitarfélagið Ölfus, Hafþór Hafsteinsson framkvæmdastjóri hjá Avion Group og Baugur Group hf., öll kostuðu þau eina ferð hver.

Olís og Skeljungur lögðu fram 3 tonn af áburði hvort fyrir sig. Landeigendur á Stóra Hálsi í Grafningi og Hvammi í Landsveit keyptu landgræðsluflug á sínar jarðir.

ITS (Icelandair Technical Service) í Keflavík aðstoðaði okkur við ársskoðun á vélini með því að lána okkur 5 menn til þess að hjálpa flugvirkjunum okkar að skoða vélina.

Icelandair sá um að tryggja vélina fyrir okkur nú í ár, en það var dýrasti þátturinn í starfrækslu þristsins á síðasta ári.

Þristavinafélagið færir öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir þeirra framlög og þátttöku í að “Leggja landinu lið”.

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.