LANDGRÆÐSLUFLUG 2006

10. maí 2006

Þristavinafélagið býður fyrirtækjum og einstaklingum að leggja landinu lið með hjálp þristsins, landgræðsluflugvélarinnar sem hefur grætt upp þúsundir hektara á liðnum 33 árum og verður að störfum frá Reykjavík eftir 22. maí n.k. Hver ferð þekur 10 hektara lands og kostar 250 þúsund krónur., m. vsk. Verkefni sumarsins verða á sandsvæði vestan Þorlákshafnar sem er friðað fyrir búfjárbeit. Einnig verður flogið á önnur svæði en þá er æskilegt að gera samning til a.m.k. 3ja ára. Tveir einstaklingar frá styrkveitendum geta farið í hverja ferð.

Þessa dagana er verið að yfirfara og prófa vélina eftir vetursetu og þjálfa flugmennina sem fljúga henni endurgjaldslaust í þágu landgræðslu.

Flugvélin er af gerðinni DC 3, árgerð 1943. Hún á sér langa og merka sögu, en Flugfélag Íslands gaf hana til þessara starfa árið 1972 og hefur hún verið notuð til að dreifa áburði og grasfræi síðan 1973. Vélin hefur reynst einstakt happafley og verið flogið í tugþúsunda flugtíma.

Verulega hefur dregið úr því magni sem hún dreifir árlega af grasfræi og áburði þar sem bændur hafa tekið við mörgum af þeim verkefnum sem hún sinnti áður. Áhersla verður lögð á að dreifa áburði og grasfræi á vegsvæði og næsta nágrenni fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar, vestan Þorlákshafnar. Það er umfangsmikið samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar til að fyrirbyggja sandfok á veginn þegar umferð hefst þar á næstu árum. A.m.k. tveir bændur munu auk þess kaupa landgræðsluflug á sín heimalönd.

Nánari upplýsingar: Sveinn Runólfsson 488-3000, sveinn@land.is um gróðurþáttinn og Tómas D. Helgason, 898-2024,  tdh@islandia.is um aðra þætti.

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.