FUNDUR NORRÆNNA ÞRISTAVINAFÉLAGA

21. apríl 2012

Sælir félagar.

Set hérna inn samantekt yfir það sem farið var yfir á fundi norrænna þristavinafélaga í Kaupmannahöfn nú fyrir stuttu. Samantektin var gerð af Jóhannesi Tómassyni sem sat fundinn ásamt fleirum.

Vel sóttur fundur norrænna þristavinafélaga

 

Fundur norrænna þristavinafélaga var haldinn í Kaupmannahöfn laugardaginn 24. mars og sóttu hann nokkrir á vegum Þristavinafélagsins undir forystu Tómasar Dags Helgasonar formanns.

 

Norrænu þristavinafélögin reka öll DC-3 flugvélar og var á fundinum rætt um ýmis sameiginleg málefni er varða rekstur slíkra véla bæði fjárhagsleg sem tæknileg. Í upphafi fundar fluttu fulltrúar hvers lands tölu um starfsemina síðustu tvö árin en fundurinn í fyrra féll niður vegna eldgoss á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að norrænu félögin reka öll sínar vélar sem farþegavélar og afla tekna til rekstrarins með því að bjóða útsýnisflug. Sameiginlegt vandamál með öllum félögunum er að sífellt fækkar þeim flugvirkjum og flugmönnum sem hafa full réttindi til viðhalds vélarinnar og til að fljúga henni og oft hvílir sá hluti starfsemi félaganna á örfáum mönnum.

 

Fulltrúar allra félaganna greindu frá því helsta sem gerst hefði í starfseminni síðustu árin og hér fara á eftir nokkur atriði frá kynningunum.

 

DK Foreningen for flyvende Museumsfly

Fluttu nýlega til Roskilde flugvallar þar sem vélin er á sumrin, en geymd í skýli á Kastrup yfir veturinn. Vantar flugvirkja og tæknimenn, er í undirbúningi að fá fleiri, þarf aukið fjármagn með fleiri félögum og styrkjum og auglýsingum í blaði félagsins. Félagið greiðir 100 þ.d.kr. og vsk. fyrir skýlið yfir veturinn auk rafmans, alls 150 þús. kr. Ekki vitað hve lengi þetta skýli verður við lýði. Ný aðalhjól og slöngur vantar fyrir sumarið  Minnti á slagorðið, maðurinn á jörðu heldur vélinni á lofti.

 

Dakota Norway

DC-3 má ekki hverfa af hinum norræna himni. Tvö góð ár, vélinni flogið um 90 til 100 tíma hvort ár, var í Duxford, Skotlandi og Danmörku. Mest af tekjum kemur frá flugferðum, boðið uppá ferðir alla miðvikudaga allt sumarið, kringum 20 manns sinna þessu alla miðvikudaga, þ.e. bæði þjónustu við vélina sjálfa og sölu margs konar varnings. Félagið hefur 10 flugmenn, 8 flugvirkja, leigja flugskýli til þriggja ára í senn. Engar sprungur komu fram við vængskoðun, skipt um bæði aðalhjól, varahlutir keyptir f. 40 þús. dollara, félagið hefur byggt upp sjóð og staðgreiðir allt. Verður mikið um að vera í ár, norski herinn fagnar 100 ára afmæli, vélin máluð í litum hersins vegna þessa og nýjar auglýsingar, flug til nokkurra borga í Noregi fyrir herinn í tilefni þessa afmælis. Hækkandi eldsneytisverð áhyggjuefni. Ekki greidd flugleiðsögugjöld lengur fyrir sjónflug. Vélin hefur verið viðurkennd af stjórnvöldum sem menningarverðmæti sem undan skilur þá frá öllum openberum gjöldum.

 

Svíþjóð, Flygande Veteraner, Kjell Nordström

Um 2000 félagar, dagskrárnefnd sem stýrir ferð næsta sumars, ferð yfir helgi. Flogið á síðasta ári til Eystrasaltslanda og víða um Svíþjóð, áhugi á Duxford, um 7 tíma flug, hugsanlega taka farþega og skipta þeim á útleið og heimleið, flogið í fyrra 61 tíma með farþega, 12 tíma fyrir þjálfun, greiða 2,3 evru fyrir eldsneyti. Síðustu tvo áratugi flogið frá 20 tímum og uppí 130, kringum 60-80 síðustu árin. Hafa 15 flugvirkja, flestir frá SAS, sjá um skoðanir. Félagsgjald er 250 kr. Annað sænskt félag er Vallentuna Aviators, sérstakt félag, 2000 félagar, 200 SEK félagsgjöld.

 

Finnland Airveteran OY

Tvær vélar geymdar á Vaasa og þar fer fram viðhald, félagið stofnað 1988, bara félagar mega fljúga sem farþegar, félagar alls 3.300, ein vélin í rekstri DC vina frá apríl til okt. í Helsinki-Malmi, 70 ára afmæli OH-LCH í desember 2012. Helstu verkefni eru viðhald, eldsneytisverð, flugið í sumar, ný vefsíða, félagsblað, rekstur félagatals og greiðslur, norræn sambönd og víðari.

 

Ísland DC-3 Þristavinir – Tómas Dagur Helgason

Getum ekki aflað tekna með farþegaflugi vegna áburðartanksins og því er allt flug háð styrkjum en það verður helsta verk á næstunni að fjarlægja hann og breyta vélinni í farþegavél. Svipuð starfsemi síðustu árin, um 600 félagsmann, kringum 410 hafa greitt, getum ekki gert svo mikið fyrir félagsmenn. Vélin nú í eigu Þristasjóðsins, en Þristavinafélagið rekur hana og engir fjármunir koma frá Þristasjóðnum. Helsti styrktaraðili er Icelandair, fáum líka mikinn stuðning frá Icelandair Technical Servives sem hafa gert skoðanir á vélinni og hannað breytingar, tankurinn vonandi fjarlægður í vor, verður hægt að nota hana meira í t.d. fallhlífarstökk þegar tankur er farinn. Icelandair fagnar 75 ára afmæli, vonandi verður eitthvað búið til í kringum það. Flugtímar hafa verið kringum 15 síðustu tvö árin, mest f. Icelandair og flugdaga í Reykjavík og Akureyri og flugkoma á Hellu. Reynt að afla fjár með sölu á bolum og dóti, þarf að efla það og fá fleiri félagsmenn. Þrír tæknimenn vinna eftir þörfum að viðhaldi, verið að flytja varahluti frá Gunnarsholti til Rvíkur. Vonast til meira flugs í sumar, eitthvað um þjálfun, m.a. fyrir Dani. Geymd hjá Flugsafni Íslands á Akureyri. TF-ISB geymd í skýli í Keflavík, engar áætlanir um að endurnýja hana. Icelandair, Loftleiðir Icelandic, fyrirtæki sem kaupa einstakar flugferðir og innanríkisráðuneytið. Áætlaður kostnaður við breytingar var um 30 milljónir 2007, áætlun hefur ekki verið endurskoðuð.

 

European Federation Historic Aviation

Fulltrúi samtakanna skýrði frá starfsemi þeirra og hvatti norrænu félögin til að gerast aðilar að samtökunum. Tilgangurinn starfseminnar er að hafa áhrif á reglugerðasmíð á sviði sögulegra flugvéla á Evrópuþinginu. Er skráð sem hagsmunahópur innan ESB. Skattaendurgreiðsla er eitt stærsta málið sem samtökin hafa fengið í gegn. Forráðamaður samtakanna benti á að best væri að hafa áhrif á reglugeriðr með því að tala beint við stjórnmálamenn. Samtökin hafa fullt flugrekstrarleyfi með öllu sem því tilheyrir, ein vélin í litum KLM og þeir krefjast EASA skráningar. Er í dag þannig að aðeins skráðir félagar mega fljúga og kostnaður greiðist af meðlimagjöldum. Bjóða 20 mínútna flug, 120 evrur, gengið um vélina og hún skoðuð með flugmanni áður en farið er í flug. Geta ekki flogið að næturlagi, flugstjóri getur ákveðið hvort farþegum er leyft að kíkja í stjórnklefann, ekki hærra en 10 þús. fet, 18 farþega vél og 26 farþega vél. Um 700 vélar í eigu 10 þúsund félaga innan sambandsins.

 

Næsti norræni fundur er ráðgerður í Noregi eftir tvö ár.

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.