FLUGDAGUR Á AKUREYRI

27. júní 2013

Sælir félagar.

Flugdagur var á Akureyri sl. laugardag og heppnaðist mjög vel. Flug þristsins var seinast á dagskránni og varð meira úr því en menn áttu von á þar sem tækifærið var notað til að tékka Harald Snæhólm út. Öll umgjörð flugdagsins var eins og best getur verið. Eins og alltaf tóku norðanmenn vel á móti okkur og við settum upp sölubás þar sem Erna Andreassen seldi húfur, svuntur, boli oflr. Ég var nú í bjartsýniskasti og var búinn að óska eftir einhverjum til að aðstoða Ernu og launin áttu að vera að fá að fljúga með Páli Sveinssyni á sýningunni. Er skemmst frá að segja að engin gaf sig fram og fannast mér það ekki góð frammistaða.

En hvað um það, vélin er komin aftur til Reykjavíkur. Hallgrímur (Moni) og Arngrímur flugu henni til Reykjavíkur sl. þriðjudag því hún á að fljúga næsta sunnudag í tilefni fjölskyldudags Icelandair í skemmtigarðinum í Grafarvogi.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.