VORKOMAN

27. apríl 2008

Góðan dag félagar og aðrir velunnarar, já og Gleðilegt sumar.

Það hefur verið vorboði margra að heyra vélarhljóðið og sjá Pál Sveinsson svífa yfir Reykjavík. Það er komið vor og vorhugur í Þristavinafélagið. Aðalfundurinn verður haldinn 13. maí í Flugröst og verður fundarboð sent út fljótlega. Um næstu helgi fer væntanlega fram árskoðunin á Páli og verður það væntanlega framkvæmt á Akureyri. Hugmyndir höfðu verið uppi um að fljúga vélinni til Berlínar á flugsýningu í sumar en af því verður ekki. Það verður flugsýning hér í Reykjavík í maílok og svo flugdagar á Akureyri um Jónsmessuhelgina í júní og Páll verður með á báðum þessum fluguppákomum og væntanlega einhverjum fleirum í sumar. Hafiði það gott í sumar og þið heyrið frá mér fljótlega aftur.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA