7. maí 2014
Sælir félagar.
Aðalfundurinn var um daginn og var þar farið yfir starfsemi síðasta árs. Heldur var útkoman döpur, vélinni aðeins flogið um 11 tíma. En vonandi birtir til hjá félaginu. Það er komið grænt ljós frá yfirvöldum um að taka tankinn úr og vonandi fer það í framkvæmd.
Ég fór ásamt Erling flugvirkja norður á Akureyri í dag og gerðum það sem þurfti til að koma vélinni út af flugsafninu. Við tókum alla olíu af mótoronum í vetur og dældum olíunni því aftur á í dag og gékk það mjög vel. Settum rafgeymana í og gengum frá því sem þurfti og síðan var vélin dregin út og stendur nú sunnan við safnið utandyra. Allt var þetta gert í fullu samráði við flugsafnið. Vélin er því flugklár og hægt að fara í loftið hvenær sem er. Það má því segja að nú sé komið vor eins og svo margir segja þegar vélin kemur út og ég tali nú ekki um þegar hún fer í loftið.
Gleðilegt flugsumar, Karl Hjartarson