VORBOÐINN Á FLUGI

30. maí 2008

Góðan dag félagar.

Páli var flogið nánast á hverjum degi í síðustu viku í tengslum við flugdagana sem lauk svo með flugsýningu á lagardaginn var. Allt gékk vel, vélin í góðu lagi og nánast tilbúin fyrir sumarið. Eftir er að gera lokaskoðun sem fer fram í Keflavík. Upprifjunarnámskeið fyrir flugmenn var haldið í gærkvöldi. Það nýjasta er að sennilega er búið að fá nýtt radíó fyrir vélina og er það væntanlegt fljótlega og verður þá farið í að finna tíma til að setja það í vélina. Ég hef lúmskan grun um að radíótækin hafi verið gefin en á eftir að kynna mér það betur. Stjórn félagsins er með hugmynd um að hvetja einhverja meðlimi og velunnara vélarinnar til að koma í hóp með mér til annast þrif og annað sem að vélinni snýr og þarf ekki flugvirkja við og kem ég því á framfæri fljótlega. Það hefur reynst mér persónulega ómetanlegt að fá að taka þátt í starfi félagsins með því að annast þrif og annað sem til fellur við vélina en það er erfitt fyrir einn mann. Þið heyrið frá mér fljótlega.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.