14. ágúst 2010
Sælir félagar.
Eftir flugið um verslunarmannahelgina komn fram olíuleki á hægri mótor á Páli Sveinssyni. Erling Andreassen flugvirki er búinn að standa í ströngu við að finna hvaðan lekin kom. Með frábærri aðstoð Landhelgisgæslunnar sem tóku vélina inn í skýli sitt tókst Erling að finna lekann og gera við. Honum til aðstoðar voru flugvirkjar Gæslunnar og einnig Birkir stjórnarmaður og flugvirki. Vélin er nú á stæðinu bak við Loftleiðahótelið. Eftir er að gera við olíkælinn á vinstri mótor en hann lekur smávegis og er unnið að því að fá annan kæli.
Kveðja, Karl Hjartarson