VIÐGERÐ Á PÁLI

14. ágúst 2010

Sælir félagar.

Eftir flugið um verslunarmannahelgina komn fram olíuleki á hægri mótor á Páli Sveinssyni. Erling Andreassen flugvirki er búinn að standa í ströngu við að finna hvaðan lekin kom. Með frábærri aðstoð Landhelgisgæslunnar sem tóku vélina inn í skýli sitt tókst Erling að finna lekann og gera við. Honum til aðstoðar voru flugvirkjar Gæslunnar og einnig Birkir stjórnarmaður og flugvirki. Vélin er nú á stæðinu bak við Loftleiðahótelið. Eftir er að gera við olíkælinn á vinstri mótor en hann lekur smávegis og er unnið að því að fá annan kæli.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.