26. júlí 2010
Sælir félagar.
Nú er það nýjasta að þristurinn okkar, Páll Sveinsson verður notaður fyrir Icelandair og Bylgjuna um verslunarmannahelgina. Það er enn í mótun hvernig fluginu verður háttað en samkvæmt auglýsingum þá er auglýst að þristurinn fljúgi um landið í samvinnu við þristavinafélagið fyrir Icelandair og Bylgjuna og skoði hvert landsmenn fara. Því er það að vélin kemur suður yfir heiðar á morgun og verður flogið frá Reykjavík um helgina. Það á að merkja vélina vegna þessa og verður það gert hjá Flugfélagi Íslands.
Kveðja, Karl Hjartarson