VÉLIN Í KEFLAVÍK

9. desember 2006

Eins og áður hefur komið fram er Páll Sveinsson kominn í geymslu í Keflavík. Ástæðan er sú að búið er að láta skýlisaðstöðina í skýli 3 í hendur annara og því þurfti að fara með vélina og tæma skýlið. Leyfi fékkst hjá flugmálayfirvöldum að fara með vélina til Keflavíkur.

Björn Bjarnason hjá Landgræðslunni hefur unnið að undanförnu hörðum höndum við að tæma skýlið og flytja aukahluti og varahluti í geymslu á Ólafsvöllum. En stærsta málið nú er hin vélin TF-ISB. Það þarf að koma henni einhversstaðar í geymslu og er unnið að lausn á því.

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.