UNDIRBÚNINGUR

28. júlí 2010

Sælir félagar.

Það var reynt að fljúga vélinni okkar suður yfir heiðar í gær en tókst ekki vegna veðurs. Gunni Artúrs og Benni Thor flugmenn ásamt Erling Andreassen flugvirkja lögðu af stað frá Akureyri og var reynt að fljúga inn Eyjafjörðin en reyndist lokað. Þá var reynt við Hörgárdalinn en það var einnig lokað. Að lokum var farið út í Ólafsfjörð en það sama var þar, allt lokað. Því urðu þeir félagar að gista á Akureyri í nótt en þeim tókst síðan að komast til Reykjavíkur eftir hádegi í dag.

Vélin er nú í skýlinu hjá Flugfélagi Íslands þar sem settar verða á hana merkingar vegna flugsins um verslunarmannahelgina fyrir Icelandsair, Coca Cola og Bylgjuna. Það verður farið um landið og ætlunin er að útvarpa úr vélinni. Tæknimenn Bylgjunnar eru að koma fyrir tækjum sínum um borð í vélinni. Væntanlega verður vélin kominn út aftur eftir hádegi og verður geymd á vanalegum stað á stæðinu bak við Loftleiðahótelið. Fyrsta flugið er áætlað seinnipart á föstudag og síðan verður flogið á laugardag og sunnudag. Veðurspáin er góð og við vonum að þetta takist vel.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.