ÞRISTUR FRÁ SVISS

28. september 2010

Sælir félagar.

Um hádegi í dag fór héðan þristur frá Sviss og var hann á leið til Bandaríkjanna. Þeir sem á honum voru komu frá Sviss og lentu hér á mánudag. Í gær þriðjudag flugu þeir um Ísland og líkaði vel. Þeir áttu við smávegis olíuleka að glíma sem tókst að gera við. Ég og Erling Andreassen flugvirki skoðuðum vélina hátt og lágt og sáum ýmislegt sem við getum jafnvel gert á okkar vél. Ég setti nokkrar myndir í safnið hér á vefnum okkar.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA