ÞRISTUR Á LEIÐ TIL SVISS

10. maí 2009

Sælir félagar.

Á Reykjavíkurflugvelli er nú staddur gullfallegur þristur. Hann er að koma frá Miami á leið til Sviss. Tómas Dagur hitti flugmennina og að þeirra sögn hefur ferðin gengið mjög vel hingað til. Þessi þristur var framleiddur árið 1940 fyrir borgaralegt flug og er með dyrnar hægra megin. Vélin hefur nánast allan sinn líftíma þjónað sem slík nema smátíma sem hún var leigð hernaðaryfirvöldum í seinni heimstyrjöldinni. Búið er að yfirfara alla vélina, nýjir mótorar, nýjar skrúfur, allt rafkerfi yfirfarið og mælaborð endurnýjað. Jón Svavarsson ljósmyndari sendi Tómasi nokkrar myndir af vélinni sem ég tek mér bessaleyfi að birta hér á vefnum okkar.

Af okkar vél er það að frétta að búið er að panta rafgeymi í staðinn fyrir þann sem skemmdist og um leið og hann kemur verður hann settur í vélina, hún prófuð og síðan væntanlega flogið til Reykjavíkur sem fyrst. Ég læt einnig myndir af ársskoðuninni inn á myndareitinn hér.

Lifið heil, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.