7. apríl 2008
Sælir félagar.
Á hverjum mánudagsmorgni kl. 10:00 hittast nokkrir félagar í kaffi í Perlunni. Þetta væri ekki frásögu færandi nema af því þessi fundur á sér nokkuð langa sögu. Þannig var að meðan þristurinn okkar var hjá Landgræðslunni og flugvirkjarnir Benni og Bói sáu um vélina og ekki má gleyma Sigga Pé radíóvirkja, þá komst sú hefð á að hittast í kaffi á mánudagsmorgnum úti í skýli 3. Þegar svo starfseminni var hætt á flugvellinum, var kaffifundurinn færður í Perluna. Þangað mæta þessir heiðursmenn og fleiri. Því má segja að þetta eru sannir „þristavinir“. Það eru margar sögurnar sem hafa flogið þar og oft eru umræður fjörugar og heitar. Í morgun mætti ég á einn slíkan, því ég var tekinn inn í hópinn fyrir nokkrum árum. Ég tók nokkrar myndir sem ég hef sett inn á myndavefinn hér á síðunni okkar.
Með félagskveðju, Karl Hjartarson