ÞRIF Á PÁLI

17. apríl 2009

Sælir félagar.

Við Siggi P erum staddir á Akureyri við radíóskipti og gátum því ekki verið á aðalfundinum og mun ég fjalla um síðar.

En við komuna hingað á flugsafnið sá ég að vélin var óvenju glansandi og fór ég því að kann hvernig stæði á því. Kom þá í ljós að félagi okkar Arngrímur Jóhannsson hafði fengið heilt körfuboltalið til að bóna og þrífa vélina að utan. Þessu stjórnaði Hörður Geirsson mynjavörður stjórnaði verkinu af mikilli natni. Það er því ekki bara að norðanmenn geymi vélina heldur vilja þeir hafa hana hreina og gera það þá bara sjálfir. Hafi þeir þökk okkar hinna fyrir. FRÁBÆRT.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.