ÞJÁLFUN

8. júlí 2009

Sælir félagar.

Í gær hóf danskur flugmaður þjálfun hjá flugmönnum félagsins okkar. Þetta er samstarf sem er til komið vegna samvinnu við danska þristavinafélagið. Hann flaug Páli okkar seinnipartinn í gær og verður einnig á ferðinni í dag og á morgun. Þetta hefur engan kostnað í för með sér fyrir félagið okkar því danirnir kosta allt flugið. Er skemmst frá því að segja að hingað til hefur námið hjá dananum gengið vel og hefur hann reynst góður flugmaður og að sjálfsögðu vélin í mjög góðu lagi.

Læt ykkur fylgjast með, kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA