ÞJÁLFUN LOKIÐ

4. maí 2012

Sælir félagar.

Þá er lokið þjálfuninni á danska flugmanninum. Það gékk mjög vel og hann lauk öllum prófunum með elegans. Tómas Dagur, Hallgrímur (Moni), Benni Thór og Arngrímur luku einnig hæfniprófi á vélina. Þar sem norðanmenn vildu gjarnan hafa vélina fyrir norðan var ákveðið að hún yrði þar fram að flugdeginum í Reykjavík 26. maí en þá verður henni flogið til Reykjavíkur. Því verðum við sunnanmenn að hafa smá biðlund. Erling flugvirki segir að vélin hafi ekki slegið feilpúst og sé í frábæru lagi. Þetta eru fréttir eins og þær gerast best.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.