ÞJÁLFUN LOKIÐ

4. maí 2012

Sælir félagar.

Þá er lokið þjálfuninni á danska flugmanninum. Það gékk mjög vel og hann lauk öllum prófunum með elegans. Tómas Dagur, Hallgrímur (Moni), Benni Thór og Arngrímur luku einnig hæfniprófi á vélina. Þar sem norðanmenn vildu gjarnan hafa vélina fyrir norðan var ákveðið að hún yrði þar fram að flugdeginum í Reykjavík 26. maí en þá verður henni flogið til Reykjavíkur. Því verðum við sunnanmenn að hafa smá biðlund. Erling flugvirki segir að vélin hafi ekki slegið feilpúst og sé í frábæru lagi. Þetta eru fréttir eins og þær gerast best.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.