9. júní 2010
Sælir félagar.
Það sem helst er að frétta í dag að um síðustu helgi var vélin okkar lánuð til auglýsingarmyndatöku. Sú myndataka fór fram í nágreni við Helku og tókst mjög vel. Á undan því var nokkuð flug meðan verið var að finna réttan myndatökustað. Að því loknu fóru nokkrir flugmenn í lendinga- og flugtaksæfingar. Vélin fór síðan til Keflavíkur til að klára árskoðunina þar sem hún er nú. Þar verður skipt um annað hæðarstýrið og ýmisslegt sem laga þurfti svo sem vökvaleka sem búið var að finna hvaðan var. Búist er við að skoðunin klárist í byrjun næstu viku.
Erling Andreassen flugvirki og Sigurður P radíóvirki stjórna skoðuninni. Einar Páll Einarsson á Tungubökkunum var búinn að klæða hæðarstýri sem var tilbúið áður en vélin fór til Keflavíkur. Verið er að leita að olíkæli til að skipta út og gengur það vel.
Þetta er svona það helsta sem er að frétta í augnablikinu.
Félagskveðja, Karl Hjartarson