SUMARLOK

22. ágúst 2010

Sælir félagar.

Enn og aftur er komið að sumarlokum. Segja má að sumarið sé búið að vera viðburðarríkt hjá félaginu. Búið að fljúga talsvert, gítarflugið, verslunarmannahelgin og fleira. Þetta er búið að ganga vel og mig langar til að koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsmanna Flugþjónustunnar á Reykjavíkurflugvelli sem hafa verið boðnir og búnir að veita okkur alla þá aðstoð sem hugsast getur.

Nú er farið að huga að því að koma vélinni til Akureyrar og á að athuga með það nú strax eftir helgi. Þá fer vélin til vetrardvalar á Flugsafni Íslands á Akureyri. Ég vil að lokum fyrir hönd okkar Erlings Andreassen flugvirkja og annarra sem komið hafa að umsjón með vélinni, koma á framfæri þakklæti til allra flugmannanna sem flugu vélinni í sumar og þakka þeim fyrir samstarfið og hlakka til að sjá þá að ári.

Með félagskveðju, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.