SKRÚFUSKIPTI Á PÁLI SVEINSSYNI

14. júlí 2016

Góðan dag félagar.

Það hefur lítið verið að gerast þessar síðustu vikur þar sem vélin var ekki flughæf vegna þess að önnur skrúfan var kominn á tíma. En í gær hófust þeir handa fljugvirkjarnir Erling, Einar og Ævar og fengu aðstoð hjá Flugfélagi Íslands við að skipta um skrúfu. Luku þeir því í gærkvöldi og verður „keyrt“ upp í dag og væntanlega verður vélin þá strax útskrifuð flughæf. Einhverjar tröllasögur voru í gangi um að vélin væri með bilaðann mótor en það er ekki heldur var bara verið að bíða eftir skrúfublöðunum úr skoðun.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.