2. febrúar 2013
Sælir félagar.
Eins og ég hef sagt frá eru flugvirkjanemar undir stjórn kennara og Erlings flugvirkja að framkvæma skoðun á Páli Sveinssyni. Meðal annars var framkvæmd „gear traction“ það er vélinni var lyft og lendingarhjólunum lyft upp og niður. Siðan voru hjólalegur yfirfarnar. Kom í ljós aðendurnýja þarf legur í afturhjólinu. Mótorar verða skoðaðir og margt fleira. Nemarnir eru mjög ánægðir með þetta og duglegir að sögn Erlings. Ýmislegt smálegt hefur komið í ljós og verður lagfært. Að öðru leiti er vélin í mjög góðu ásigkomulagi.
Kveðja Karl Hjartarson