9. september 2008
Sælir félagar.
Aðfararnótt sl sunnudags voru unnar skemmdir á Páli Sveinssyni þar sem hann stóð á Reykjavíkurflugvelli. Einhverjir óprúttnir náungar komust inn á flugvallarsvæðið og máluðu á stél og hurð vélarinnar. Er skemmst frá að segja að starfsmenn Landhelgisgæslunnar buðu okkur að koma með vélina í skýlið til þeirra og aðstoðuðu okkur við að hreinsa vélina. Vel tókst til við hreinsunina og náðist öll málningin af. Að því loknu var vélin sápuþvegin og er því hrein og fín núna. Kann félagið Landhelgisgæslunni og starfsmönnum hennar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Málið var tilkynnt lögreglu strax og verður væntanlega kært formlega síðar.
Vélin mun væntanlega fara norður á Akureyri til vetrardvalar hjá Flugsafni Íslands núna í vikunni.
Félagskveðja, Karl Hjartarson
ps. er einhver þarna úti sem á myndir eða mynd af vélinni á flugi þegar handboltastrákarnir komu heim. Ef svo er þætti mér vænt ef hægt væri að fá kópíu til aðs etja á vefsíðuna okkar. E-mailið mitt er [email protected].