24. september 2011
Sælir félagar.
Nú í vikunni var Páli Sveinssyni flogið til vetrardvalar á Akureyri. Arngrímur Jóhanns og Björn Thor flugu vélinni norður og með þeim var tvennt frá stöð 2 og var fjallað um flugið í fréttum daginn eftir.
Tvö fallhlífarstökk voru gerð úr vélinni nú síðsumars. Það fyrra á æfingu hjá Flugbjörgunarsveitinni þar sem stökkvarar stukku og eins var hent út björgunarbúnaði og gékk það vel. Hitt stökkið var á flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli og tókst frábærlega. Sú nýung var á flugdeginum að dætur Erlings flugvirkja tóku sig til og voru með sölubás og seldu boli, húfur olfr. Er skemmst frá að segja að það tókst frábærlega vel og eru þeim færðar innilegar þakkir hér með.
Svissneskur þristur fór hér um um daginn á leið frá USA til Sviss eftir yfirhal sem kostaði 2 milj. dollara og er vélin hin glæsilegasta.
Nú er bara eftir að fara norður og ganga frá vélinni á safninu fyrir veturinn og verður það gert fljótlega. Að lokum vil ég koma á framfæri sérstökum þökkum frá okkur til starfsmanna Flugstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir alla aðstoðina í sumar.
Kveðja, Karl Hjartarson