25. mars 2007
Sælir félagar.
Það var margt rætt á fundinum í Noregi. Slíkir fundir eru mjög gagnlegir og gott að kynnast félögum í öðrum löndum. Róðurinn er allstaðar þungur og dýrt að haldan þristunum gangandi. Það helsta sem rætt var um voru sameiginleg kaup á eldsneyti og tryggingar. Þetta eru dýrustu liðirnir hjá félögunum og því dýrmætt að geta verið með öðrum við hugsanleg kaup á bensíni og tryggingum.
Í sumar kom einn gamall þristur við hér á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. Nokkrir bandaríkjamenn höfðu fundið hann í Frakklandi og var hann í flughæfu standi. Flugið til Íslands gekk mjög vel hjá þeim og ekkert kom uppá sem máli skipti. Ég var svo heppinn að hitta þá þegar þeir voru að fara og fékk þann heiður að hjálpa þeim við uppstartið og veifa þeim af stað. Síðan frétti ég að þeir komust alla leið án nokkurra vandræða. Það er alltaf gleðilegt að sjá þrista frá öðrum löndum koma hér við. Fyrir nokkru voru mér sendar myndir af erlendum þristi á Reykjavíkurflugi. Ég er ekki slyngur í tölvumálum og er að vinna í því að koma svona myndum sem berast inn á vefinn okkar.
Kveðja, Karl Hjartarson