RÆÐA FORMANNS Á AÐALFUNDI 2011

5. maí 2001

Ágætu félagsmenn.

Það eru um 550 aðilar skráðir í félagið, svipaður fjöldi og í fyrra örlítil fækkun.

Vélin fór seint að fljúga hjá okkur síðasta sumar þar sem við fengum ekki slökkviflöskurnar sem okkur vantaði fyrr en í byrjun júní.  Þrátt fyrir það var vélini flogið meira í fyrra en árið áður, eða samtals u.þ.b. 30 klst.

Tvö megin verkefni voru hjá okkar síðasta sumar.  Hvort fyrir sig tók eina helgi.  Við flugum fyrir True North í 10 klst, við að kasta út gítörum ofan í Rauðuskál sem er við norðanverðar Heklu rætur.  Verið var að taka upp auglýsingu þar sem búið var að setja nýja gítara á markað og þá átti að henda þeim gömlu, og við vourm látnir gera það á táknrænan hátt. Síðan með tæknibrellum þá var Rauðaskál fyllt af glóandi Hrauni og látið líta þannig  út að við værum að henda gítörunum í Eyjafjallajökull.  Það var sérstaklega óskað eftir DC 3 í þetta verkefni, valið stóð á milli þess að taka þetta hér eða í Suður Ameríku.  True North hafði sigur í því og þeir styrktu okkur til þessa flugs, með því að borga allan kostnað við flugið.  Það komu kvikmyndatökumenn og leikstjóri frá New York í þetta verkefni samtals 10 aðilar.

Hitt stóra verkefnið var flug fyrir Icelandair um Verslunarmannahelgina.  Icelandair útvegaði Bylgjuni Þristinn til að ferðast á um landið yfir helgina og vera með „life“ útsendingar úr vélinin alla helgina.  Meiningin var að fljúga um allt landið og fara lengst á Neistaflug á Neskaupstað, en veður hamlaði flugi þangað einnig til Vestmannaeyja á laugardeginum.  Við náðum þó að fljúga á hverjum degi en Sunnudagurinn var lengstur þar sem farið var til Vestmannaeyja og Akureyrar.  Í þessu verkefni var flogið samtals 10 tíma.  Icelandair sá um allan kostnað við þetta flug.  En eins og þið vitið þá hefur Icelandair verið okkar aðal styrktar aðili frá stofnun félagsins.  Við höfum flogið töluvert fyrir þá á hverju ári.

Í fyrstaskipti, sem okkur er kunnugt um, var stokkið fallhlífastökk út úr Páli Sveinssyni síðast liðið sumar.  Það var gert á Akureyrarflugvelli, í samstarfi við Flugsafn Íslands og Flugbjörgunarsveitina.  Verið var að minnast að 60 ár voru liðin frá því að Geysir nauðlenti á Bárðarbungu.  Hurðarnar voru teknar af vélini og fyrst var hent út tunnum í fallhlíf, til að líkja eftir því þegar varningi er hent út úr véilni.  Að því loknu stukku 8 stökkvarar frá Flugbjörgunarsveitinni úr vélinni yfir Akureyrarflugvelli.  Þetta tókst vel og er ég þess fullviss að fallhlífastökk verður endurtekið úr Þristinum.

Restin af tímunum var flug af ýmsum toga, s.s. þjálfun flugmanna og ferjuflug á milli Reykjavíkur og Akureyrar.  Einnig var flogið yfir samkomur, eftir því sem beiðnir bárust og hægt að vera við því.

Páll Sveinsson bilaði lítið síðasta sumar, kom þó fram olíu leki við gítarflugið sem reyndist koma frá rifni hlíf sem er utanum stimpilstöng. 

Fyrir sumarið í sumar þarf að skipta út öllum Hydraulic slöngum á báðum mótorunum.  Þetta þarf að gera á nokkura ára fresti, en þessar slöngur urðu til þess að Páll nauðlenti á Selfossi með eld í hægri hreyfli árið 1996 eða 97.  Einnig þurfum við að skipta um hægri propeller þar sem hann þarf að fara í „yfirhal“.  Við eigum þrjá og sá sem fer á vélina í staðin fyrir þann sem fer af, er væntanlegur úr yfirhali í USA um þessar mundir.  Skipt verður um proppinn hér í Reykjavík, við höfum notið aðstoðar Skrúfudeildar Flugfélags Íslands við það.  Erling Andreassen, Kristján Tryggvason og Birkir Halldórsson munu, eins og undanfarin ár,  hafa veg og vanda af því að gera vélina klára fyrir flug í sumar.  Það sem þeir gera ekki á Akureyri verður klárað hjá ITS í Keflavík eins og undanfarin ár. 

Það er fyrirhugað að halda flugdag hér í Reykjavík í lok maí, Páll þarf að sjálfsögðu að vera þar eins á hinum árlega Jónsmessu flugdegi á Akureyri.

Það sem er framundan í sumar er hefðbundið flug, eina verkefnið sem við höfum verið beðnir um að gera á þessari stundu er að þjálfa einn flugmann fyrir Danska klúbbinn.  Fyrirhugað er að gera það í byrjun Júní. 

Í desember var stofnaður Þristasjóðurinn, en hann er eignarhalds félag um Þristinn.  Það er komin skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Þristurinn á sig því sjálfur núna, ríkið lagði vélina til inn í sjóðinn.  Það er sér stjórn yfir Þristasjóðnum, fromaður þar er Tómas D. Helgason aðrir í stjórn eru Sveinn Runólfsson og Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir en hún er skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. Það verður gerður samningur á milli Þristasjóðsins og Þristavinafélagsins samskonar og var á milli Landgræðslu ríkisins og Þristavinafélasins.  Nú eru komnar forsendur fyrir því að halda áfram með þá vinnu að fá vélini breytt. Við munum halda því áfram við fyrsta tækifæri, en nokkur tæknileg atriði eru eftir varðandi flutning vélarinnar frá Landgræðslunni í Þristasjóðinn, sem verður lokið á einum fundi í stjórn sjóðsins.

Við gerum okkur vonir um að okkur takist að breyta vélini í farþegavéli á næstu misserum.  Forsendurnar eru til þess núna með þessu breytta eignarhaldi.

Það er gaman frá því að sega að nemi í Ferðamála, markaðs- og viðskiptafræði  við  Háskóla Íslands, Sigríður Erlendsdóttir,  er að gera lokaverkefni við HÍ.  Hún valdi að skrifa um skemmtiflug með Páli Sveinssyni.  Hún gerir einnig markaðskönnun í tengslum við lokaverkefnið sitt.  Þessa könnun gerir hún á meðal Þristavina bæði hér heima og á hinum Norðurlöndunum, en til þess nýtur hún stuðnings vina okkar úr Þristaklúbbum viðkomandi landa.  Þetta verkefni hennar og könnun mun nýtast okkur og styrkja okkur við þau áform um að breyta vélini.  Við viljum þakka ykkur sem tókuð þátt í þessari könnun, fyrir ykkar framlag.

Engin sameiginlegur fundur var haldinn á meðal klúbbana á Norðurlöndunum, það stafaði af eldgosinu í Eyjafjallajökli.  Að þessu sinni átti fundurinn að vera í Stokkhólmi en þegar hann átti að vera þá var mestöll Evrópa lokuð vegna ösku.  Ekkert varð því af fundinum.  Þess í stað var haldinn stjórnarfundur í NDA (Nordic Dakota Assotiation), einn aðili frá hverju landi er í stjórn NDA.  Tómas situr þar fyrir okkar hönd. Ákveðið hefur verið að næsti fundur verði í Danmörku á næsta ári.  Samstarf á milli klúbbana hefur samt verið með svipuðu sniði, við erum í síma og e-mail sambandi og hjálpum hvort öðru eins og við getum.

Eins og áður sagði þá er Icelandair okkar helsti stuðningsaðili, Mangús Hjörleifsson í NY styrkir okkur einnig mikið.  Magnús á fyrirtæki sem heitir Aero Part Service og útvegar varahluti í allar flugvélar.  Magnús hefur gefið okkur þá varahluti sem hann hefur pantað fyrir okkur.  Þessi stuðningur hans  ómetanlegur fyrir okkur. Ég vil einnig nefna Flugfélag Íslands og Landhelgisgæsluna en báðir þessir aðilar hafa leyft okkur að fara með vélina inn í skýli og nota aðstöðu þeirra hér á Reykjavíkurflugvelli.  Einnig hafa starfsmenn þeirra aðstoðað okkur við það sem við höfum verið að gera s.s. þrífa vélina, setja á hana merkingar og óplanaðar viðgerðir sem koma upp og við þurfum að komast í góða aðstöðu til að framkvæma.   Bestu þakkir til allra þessara aðila, án þeirra stuðnings þá væri erfitt að halda vélinni flughæfri.

Það kom fram í skýrslu stjórnar fyrir síðasta ár að bensínið hafði hækkað verulega þá.  Eins og þið eflaust vitið þá er ekkert lát á hækkun á flugvélabensíni frekar en á bílabensíni.   Reksturinn verður því ekki auðveldari þetta árið frekar en á síðasta ári.  Við munum þó gera okkar besta í því að afla styrktaraðila til kaupa á bensíni til flugs á vélinni, þannig að við getum látið tóna hennar heyrast sem víðast.

Ekkert hefur verið átt við ISB á síðasta ári, en hún stendur inn í skýli í Keflavík sem Isavia hefur til umráða.  Húsnæðismál okkar eru óbreytt, við erum með aðstöðu bæði á Gelgjutanga og á Ólafsvelli, en við höfum ekki ennþá flutt allt okkar dót á milli.  Það sem er viðkvæmast er komið í gott sjól á Gelgjutanga.

Að lokum vil ég nefna  samstarf okkar við Flugsafn Íslands á Akureyri.  Vélin er geymd þar yfir veturinn og við höfum hana eins mikið fyrir norðan eins og kostur er yfir sumarið.  Við þurfum hinsvegar að fljúga vélini eins og hægt er en undanfarin ár þá hafa þær beiðnir sem við höfum fengið um flug komið héðan af höfðuborgarsvæðinu.  Það gerir það að verkum að við verðum að hafa hana í Reykjavík töluvert af sumrinu. Okkur fynnst mikilvægt að fara með hana norður eins og hægt er.  Þar sem bensín er dýrt þá þurfum við að fá einhvern aðila til að borga bensínið á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en við munum gera okkar besta í því að hafa hana eins mikið fyrir norðan þetta sumarið eins og frekast er unnt.

Við erum afar þakklátir Flugsafni Íslands fyrir þetta samstarf og vonum að þeir njóti góðs af, eins og við.

Ég færi félögum mínum í stjórninni bestu þakkir fyrir samstarfið og óska félaginu og félagsmönnum allra heilla á komandi starfsári.

 

Tómas Dagur Helgason,

formaður stjórnar.

 

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.