RADÍÓVIÐGERÐ

14. apríl 2009

Sæli félagar.

Nú stendur fyrir dyrum enn ein Akureyrarferðin hjá mér og Sigga Pé til að halda áfram með ísetningu á radíótækjunum. Þetta reyndist meira verk en nokkurn óraði fyrir en vonandi klárast þetta nú. Ætlum okkur tíma fram yfir helgi til öryggis. Enn og aftur fáum við að vera á Flugsafninu á Akureyri við þetta og er það vel. Flugfélag íslands sér um að koma okkur félögunum til og frá Akureyri og er það vel gert. Ég hvet alla sem eiga eftir að skoða safnið að kíkja þangað. Það er vel þess virði og margt forvitnilegt að sjá.

Kveðja, Karl Hjartarson

ps. Munið eftir aðalfundinum á fimmtudaginn. Allir að mæta!!!!!!!

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.