PÁLL TIL AKUREYRAR

29. september 2007

Góðan dag félagar.

Sl. þriðjudag var Páli Sveinssyni flogið til Akureyrar til vetrardvalar. Blíðskaparveður var þennan dag og kærkomin hvíld frá vondum veðrum sem hafa verið undanfarnar vikur. Því var notað tækifærið þennan dag. Áhöfn vélarinnar þennan dag var: Sverrir Þórólfsson og Eyþór Baldursson flugmenn, Gunnar Valgeirsson flugvirki og Karl Hjartarson aðstoðarmaður flugvirkja. Á leiðinni var flogið yfir flugvöllin við Blöndulón og rifjað upp þegar verið var að dreifa þaðan. Síðan var flogið lágflug yfir Akureyri og lent þar.

Á móti okkur tóku brosandi Akureyringar og buðu okkur og vélina velkomna. Síðan tók við að koma vélinni inn í nýtt frábært skýli Flugsafnsins og ganga frá henni til vetrargeymslu. Að því loknu var áætlunarvélin tekin suður. Það er gott til þess að vita að nú er Páll loksins kominn í upphitað skýli, lúxus sem ekki hefur verið í boði lengi og eiga Akureyringar heiður skilið.

En nú tekur við undirbúningur að flutningi á TF-ISB til Keflavíkur og læt ég ykkur vita strax þegar það verður ljóst hvenær það verður framkvæmt.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.