2. júní 2007
Sælir félagar.
Nú er ársskoðun á Páli Sveinssyni langt komin. Það er viðhaldsstöð Icelandair sem annast hana nú. Verður vélinni flogið til Akureyrar í dag þar sem hún tekur þátt í 70 ára afmælishátíð Icelandair sem haldin verður á Akureyri á morgun, sunnudaginn 3. júní. Síðan verður vélinni flogið aftur á Keflavík til að klára nokkra lausa enda varðandi skoðunina. Síðan er hugmyndin að fljúga vélinni til Reykjavíkur og staðsetja hana á góðum stað á flugvellinum til að fólk geti barið hana augum. Ég mun síðan láta ykkur vita þarna úti um leið og fréttist af væntanlegu flugi vélarinnar.
Kveðja, Karl Hjartarson