PÁLL SVEINSSON

2. júní 2007

Sælir félagar.

Nú er ársskoðun á Páli Sveinssyni langt komin. Það er viðhaldsstöð Icelandair sem annast hana nú. Verður vélinni flogið til Akureyrar í dag þar sem hún tekur þátt í 70 ára afmælishátíð Icelandair sem haldin verður á Akureyri á morgun, sunnudaginn 3. júní. Síðan verður vélinni flogið aftur á Keflavík til að klára nokkra lausa enda varðandi skoðunina. Síðan er hugmyndin að fljúga vélinni til Reykjavíkur og staðsetja hana á góðum stað á flugvellinum til að fólk geti barið hana augum. Ég mun síðan láta ykkur vita þarna úti um leið og fréttist af væntanlegu flugi vélarinnar.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.