PÁLL SVEINSSON TIL AKUREYRAR

15. júní 2012

Sælir félagar.

Í gær fimmtudag var Páli flogið fyrir Icelandair til að setja golfmót í Grafarholti. Síðan fór vélin til Keflavíkur þar sem nokkrir flugmenn tóku tékk á vélina. Tókst þetta mjög vel. Nú í morgun rétt fyrir hádegi var vélinni flogið til Akureyrar þar sem hún verður um tíma og meðal annars tekur hún þátt í flugdeginum þar 23. júní. Sú nýlenda verður þá að settur verður upp sölubás þar sem selt verður það sem í boði er, húfur, bolir, ónothæfir varahlutir og auðvitað kaffi og vöflur.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA