PÁLL SVEINSSON Í VETRARGEYMSLU

30. október 2016

Sælir félagar.

Fyrir nokkrum dögum fóru þeir Erling Andreassen og Einar Knútsson flugvirkjar norður á Akureyri og komu vélinni inn á flugsafnið til vetrardvalar. Allt gékk það eins og í sögu, fyrst var vélin gangsett og síðan komið inn. Olíunni var tappað af mótorunum og rafgeymarnir teknir úr. Þannig að nú er enn einu sumrinu lokið og vélin komin í vetrarhýðið sitt á flugsafninu.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA