PÁLL SVEINSSON Í REYKJAVÍK

18. september 2014

Sælir félagar.

Það er gleðilegt að geta tilkynnt að Páll Sveinsson er núna kominn til Reykjavíkur. Vélinni var flogið til Reykjavíkur um hádegisbil í dag og stendur á flughlaðinu norðan við Flugþjónustuna (bak við hótelið). Flugmennirnir höfðu orð á að þetta væri allt önnur vél og er það orð að sönnu, því vélin er glæsileg, utan sem innan.

Ætlunin er síðan að fljúga vélinni norður til Akureyrar um kl. 11:00 á laugardag. Fullnaðarpappírar fyrir vélina eru ekki komnir enn, en eru væntanlegir og er því vélin á svokölluðu ferjuleyfi nú. Ég fullyrði að það verður seint fullþakkað það verk sem framkvæmt var í sumar af hálfu Icelandair. Það er ekki að sjá á vélinni að það hafi verið áburðartankur í henni slíkur er frágangurinn.

Ég læt fylgja hér með mynd sem Baldur Sveinsson tók innan úr vélinni og gaf leyfi fyrir myndbirtingunni ásamt fleiri myndum sem ég setti hér á síðuna okkar frá Baldri.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.