PÁLL SVEINSSON Í REYKJAVÍK

21. maí 2012

Sælir félagar.

Páli Sveinssyni er kominn til Reykjavíkur. Arngrímur Jóhannsson, Björn Thor og Erling Andreassen flugu vélinni frá Akureyri eftir vetrardvölina á flugsafninu. Ferðin suður gékk mjög vel, veðrið lék við þá á leiðinni og vélin sjálf í mjög góðu lagi. Þeir lentu henni síðan um kl. 17:30 í gær (sunnudag) og stendur hún á flughlaðinu bak við Loftleiðahótelið. Næsta laugardag verður síðan flugdagur í Reykjavík og þá verður vélin þar til staðar og verður einnig flogið þann dag.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA