PÁLL SVEINSSON Í REYKJAVÍK

6. júní 2011

Sælir félagar.

Vélin okkar er komin til Reykjavíkur og er nú á stæðinu vestan við Loftleiðahótelið. Við fórum þrír norður að ná í vélina, undirritaður ásamt Sverri Þórólfssyni og Birni Thor. Ströng norðanátt var á landinu en nokkuð bjart. Eftir nokkrar lendingaræfingar á Akureyrarflugvelli var flogið um Öxnadal, Skagafjörð, Auðkúluheiði, Arnarvatnsheiði, Borgarfjörð, Hvalfjörð og lent í Reykjavík um kl. 17:30. Flugið gékk mjög vel og vélin í mjög góðu lagi. Nú tekur við skipti á loftskrúfu og síðan verður farið að huga að ársskoðun.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.