PÁLL SVEINSSON Í REYKJAVÍK

6. júní 2011

Sælir félagar.

Vélin okkar er komin til Reykjavíkur og er nú á stæðinu vestan við Loftleiðahótelið. Við fórum þrír norður að ná í vélina, undirritaður ásamt Sverri Þórólfssyni og Birni Thor. Ströng norðanátt var á landinu en nokkuð bjart. Eftir nokkrar lendingaræfingar á Akureyrarflugvelli var flogið um Öxnadal, Skagafjörð, Auðkúluheiði, Arnarvatnsheiði, Borgarfjörð, Hvalfjörð og lent í Reykjavík um kl. 17:30. Flugið gékk mjög vel og vélin í mjög góðu lagi. Nú tekur við skipti á loftskrúfu og síðan verður farið að huga að ársskoðun.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.