26. júní 2010
Sælir félagar.
Það er helst að frétta nú er að vélin kemur til Reykjavíkur uppúr hádegi á morgun, sunnudag. Það eru tveir menn fyrir norðan núna að gera vélina klára og var hún gangsett í dag. Til stóð að fljúga vélinni beint til Keflavíkur svo að hægt væri að ljúka árskoðuninni en því verður slegið á frest og því verður vélin í Reykjavík í einhverja daga. Sem sagt að það ætti að heyrast í vélinni á morgun!!!!!
Kveðja, Karl Hjartarson