PÁLL SVEINSSON Í REYKJAVÍK

3. apríl 2009

Sælir félagar.

Nú í dag fórum við Björn Thor, Tómas Dagur og undirritaður til Akureyrar til að gangsetja Pál og fljúga honum til Reykjavíkur. Er skemmst frá því að segja að vel gékk að koma vélinni út úr safninu með góðri aðstoð safnamanna. Var vélin gangsett sem varð til þess að slökkvilið staðarins fékk létt sjokk þar sem mikil olíureykur kom við gangsetninguna. En allt fór vel, vélin gékk eins og klukka og eftir að hafa „keyrt upp“ var lagt í hann suður yfir heiðar. Dásamlegt flugveður var alla leiðina. Var flogið suður Eyjafjarðardalinn, stefnan síðan tekin á Blöndulón og litið á fornar slóðir þar. Síðan var flogið suður Kjöl, vestur fyrir Heklu og yfirflogið yfir Gunnarsholt. Að því loknu var stefnan tekin á Reykjavík eftir þjóðvegi 1 og eftir hringflug yfir Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík var lent á Reykjavíkurflugvelli um kl. 18:00. Flugið gékk eins og í sögu, vélin reyndist í fullkomnu lagi og er tilbúin fyrir sumarið. Henni var lagt á sama stað í Vatnsmýrinni og hún stóð á sl sumar og vonandi fær hún frið fyrir skemmdarvörgum.

Ég mun reyna láta ykkur vita með einhverjum fyrirvara um væntanleg flug í sumar. Ég við að lokum koma á framfæri þökkum til allra sem aðstoðuðu okkur við að koma vélinni í loftið, flugsafnsmönnum, flugvirkjum á Akureyri og öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í vetur við radíóskiptin og ársskoðunina. Það verður fullseint þakkað og fyrir það er vélin fljúgandi enn.

Með félagskveðju, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.