PÁLL SVEINSSON FLOGINN TIL AKUREYRAR

11. september 2008

Góðan dag félagar.

Páli Sveinssyni var flogið til Akureyrar í gær. Arngrímur Jóhanns, Moni, ég og Atli vorum í áhöfn. Flogið var sem leið lá um Hvalfjörð, Skorradal, Borgarfjörð, Arnarvatnsheiði, Auðkúluheiði og Skagafjörð. Þar tók á móti okkur talsverður austanstrekkingur þannig að við urðum að fljúga út fyrir Fljótin, Siglunes og þaðan inn í Eyjafjörð. Yfirflugum Akureyri og flugvöllinn og lentum síðan. Þetta tók innan við tvo tíma og gékk mjög vel. Vélin er því komin í góðar hendur hjá Flugsafni Akureyrar, þökk sé þeim. Næst á dagskránni er að fara norður í vetur og skipta um radíótæki.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.