PÁLL SVEINSSON FER TIL AKUREYRAR

21. apríl 2013

Sælir félagar.

Vélin okkar flaug til Reykjavíkur í gær miðvikudag og gékk mjög vel. Ekkert kom uppá og því vélin í fínu standi. Flugmenn í þessari ferð voru Sverrir Þórólfs, Gunnar Artúrs og Benni Thor. Erling Andreassen flugvirki var einnig í áhöfn. Sína var vélinni flogið í eftirmiðdaginn í dag yfir golfvöllin í Grafarholti.

Á morgun föstudag fer vélin síðan aftur til Akureyrar til að taka þátt í flugdegi á Akureyri. Flogið verður frá Reykjavík eftir kl. 09:00 í fyrramálið. Flugmenn verða Benni Thor, Ólafur Finns og einnig verður í áhöfn Karl Hjartarson.

Á flugsýningunni verðum við með sölubás á flugsafninu og sárvantar okkur aðstoð í sölubásinn ef einhver fyrir norðan en tíl að fórna sér í sölustörf. Hugsanlegt er að það verði launað með því að fá að fljúga með Páli Sveinssyni á sýningunni.

En allavega vonumst við til að sjá sem flesta á sýningunni á Akureyri sem verður vegleg eins og norðanmönnum er einum lagið.

Sjáumst fyrir norðan, félagskveðja Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.