21. apríl 2013
Sælir félagar.
Vélin okkar flaug til Reykjavíkur í gær miðvikudag og gékk mjög vel. Ekkert kom uppá og því vélin í fínu standi. Flugmenn í þessari ferð voru Sverrir Þórólfs, Gunnar Artúrs og Benni Thor. Erling Andreassen flugvirki var einnig í áhöfn. Sína var vélinni flogið í eftirmiðdaginn í dag yfir golfvöllin í Grafarholti.
Á morgun föstudag fer vélin síðan aftur til Akureyrar til að taka þátt í flugdegi á Akureyri. Flogið verður frá Reykjavík eftir kl. 09:00 í fyrramálið. Flugmenn verða Benni Thor, Ólafur Finns og einnig verður í áhöfn Karl Hjartarson.
Á flugsýningunni verðum við með sölubás á flugsafninu og sárvantar okkur aðstoð í sölubásinn ef einhver fyrir norðan en tíl að fórna sér í sölustörf. Hugsanlegt er að það verði launað með því að fá að fljúga með Páli Sveinssyni á sýningunni.
En allavega vonumst við til að sjá sem flesta á sýningunni á Akureyri sem verður vegleg eins og norðanmönnum er einum lagið.
Sjáumst fyrir norðan, félagskveðja Karl Hjartarson
