PÁLL SVEINSSON Á AKUREYRI

13. október 2014

Sælir félagar.

Vélinni okkar var flogið til Akureyrar nokkrum dögum eftir að hún var í Reykjavík. Þurfti að fá svokallað ferjuleyfi þar sem fullnaðarskírteini vegna breytinganna var ekki komið. Flugið norður gékk mjög vel og höfðu flugmennirnir á orði að þetta væri allt önnur flugvél eftir breytingarnar. Vélin stóð síðan fyrir utan flugsafnið þar til fyrir rúmri viku að hún var sett inn og er því komin í vetrardvölina hjá Flugsafni Akureyrar. Allir pappírar eru komnir til Ísavía vegna breytingana og ekki von á öðru en að flughæfniskírteini komi innan tíðar.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.