13. júlí 2007
Sælir félagar.
Páll Sveinsson er kominn aftur til Reykjavíkur og á laugardag mun honum verða flogið austur á Hellu á vegum Flugmálafélags Íslands. Á Hellu verður flughátíð um helgina og verður Páll þar fram á sunnudag. Þá verður honum flogið aftur til Reykjavíkur. Flugsafnið á Akureyri hefur boðið félaginu skýlispláss í vetur í nýju upphituðu skýli þeirra. Er þetta vel boðið og langt síðan vélin hefur verið geymd í upphituðu skýli yfir vetrarmánuðina. Væntanlega gefst okkur félagsmönnum tækifæri á að sjá vélina á flugi yfir Reykjavík. Það er reyndar tækifæri til þess á laugardag þegar vélin fer austur uppúr hádeginu.
Með félagskveðju, Karl Hjartarson