PÁLL SVEINSSON

13. júlí 2007

Sælir félagar.

Páll Sveinsson er kominn aftur til Reykjavíkur og á laugardag mun honum verða flogið austur á Hellu á vegum Flugmálafélags Íslands. Á Hellu verður flughátíð um helgina og verður Páll þar fram á sunnudag. Þá verður honum flogið aftur til Reykjavíkur. Flugsafnið á Akureyri hefur boðið félaginu skýlispláss í vetur í nýju upphituðu skýli þeirra. Er þetta vel boðið og langt síðan vélin hefur verið geymd í upphituðu skýli yfir vetrarmánuðina. Væntanlega gefst okkur félagsmönnum tækifæri á að sjá vélina á flugi yfir Reykjavík. Það er reyndar tækifæri til þess á laugardag þegar vélin fer austur uppúr hádeginu.

Með félagskveðju, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.