PÁLL KOMINN FRÁ AKUREYRI

4. júlí 2009

Sælir félagar.

Þann 29. júní sl fóru Björn Th., Ólafur Finnsson og undirritaður til Akureyrar og flugum síðan Páli til Reykjavíkur. Er skemmst frá því að segja að allt gékk eins og í sögu bæði menn og vél. vélin er nú í Reykjavík og verður um sinn. Eins og margir sennilega vita var kynnt á miðvikudaginn verkefni sem nokkrir nemar úr Háskóla Reykjavíkur voru með um að breyta Páli Sveinssyni aftur í farþegavél. Þarna er um mjög nákvæma áætlun um kostnað og reyndar allt sem þarf að gera til að breyta vélinni.

Nú, það sem framundan er að í næstu viku kemur danskur flugmaður til þjálfunar á DC3 og verður vélinni flogið þá tíma sem hann þarf til að öðlast réttindi á hana. Þetta er verkefni sem er kostað af dönunum. Ekki fleira frá mér í bili.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.