PÁLL FLOGINN NORÐUR

14. júlí 2010

Sælir félagar.

Nú er það helst að frétta að í morgun lauk árskoðuninni á Páli Sveinssyni. Hana framkvæmdu flugvirkjar Flugleiða og gerðu það frábærlega vel. Gert var við hydrolik leka, teppalagt framgólfið, gert við hurð í afturrými, skipt um hæðarstýri, vinstri afturvængur lagaður, olíkælir vinstramegin skoðaður, mótorar yfirfarnir og ýmislegt fleira smávegis. Þetta er ómetanleg hjálp sem við fáum frá Flugleiðum og verður seint fullþakkað. Erling Andreassen flugvirki hafði yfirumsjón með verkinu og stóð sig frábærlega vel. Síðan fóru Benni Thór og Sverrir Þórólfs flugmenn suður á Keflavíkurflugvöll og flugu vélinni til Reykjavíkur, tóku þar bensín og flugu síðan vélinni til Akureyrar þar sem hún verður um sinn. Það er fullyrt að vélin hafi ekki verið lengi í svona góðu lagi án þess að á neinn sé hallað.

Sumarkveðjur, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.